Björn Líndal

Starfsheiti: Lögmaður.

Sími: 414 3240

 

Menntun:

1986           Héraðsdómslögmaður

1981           Cand. Juris frá lagadeild Háskóla Íslands

1976           Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík

 

Starfsferill:

2015-         Lögmenn Sundagarðar/Lögfræðistofa Björns Líndal

2006-2015  VIRTUS lögmenn/Lögfræðistofa Björns Líndal

2003-2006  Lögmenn Höfðabakka/Lögfræðistofa Björns Líndal

1999-2003  Landsbanki Íslands hf – Framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs

1989-1999  Landsbanki Íslands  – Aðstoðarbankastjóri

1986-1988  Alþjóðabankinn – Aðstoðarmaður fastafulltrúa Norðurlandanna í stjórn bankans

1981-1986  Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið – Deildarstjóri með sérstaka áherslu á bankamál og önnur tengd mál

 

Félags- og trúnaðarstörf:

2008-2011   FGM hf. – stjórnarmaður

2001-2003  VÍS hf. – stjórnarformaður

2001-2003  LÍFÍS hf. – stjórnarmaður

1998-2002  Kreditkort hf. – stjórnarmaður

1998-2001   Landsbréf hf. – stjórnarmaður

1995-1999  Íslenski fjársjóðurinn hf. – stjórnarformaður

1992-1999  Evrópska bankasambandið – fulltrúi íslenskra banka og sparisjóða í laganefnd sambandsins

1990-1998  Íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. – stjórnarformaður

1990-2001  Íslenski lífeyrissjóðurinn hf. – stjórnarformaður

1990-1998  Landssjóður hf. – stjórnarformaður

1989-1994  Landsbréf hf. – stjórnarmaður

1983-1986  Barnaverndarráð Íslands – stjórnarformaður

1983 – 1986  Varaþingmaður. Sat tvisvar á Alþingi.

 

Rannsóknarstörf:

Björn hefur átt sæti í ýmsum stjórnskipaðum nefndum, sem einkum hafa samið lagafrumvörp á sviði banka og félagaréttar. Hefur flutt fyrirlestra, einkum á sviði bankalöggjafar.

 

Sérhæfing:

Sem lögmaður hefur Björn fyrst og fremst sinnt rágjöf og málflutningi fyrir fyrirtæki, bæði innlend og erlend, einkum á sviði fjármálaviðskipta, félagaréttar, verksamninga og annarrar samningsgerðar en einnig á sviði samkeppnismála, stjórnsýsluréttar og útboðsréttar, einkum á sviði opinberra innkaupa. Björn þekkir vel til málflutnings fyrir dómi og kröfugerðar gagnvart stjórnvöldum. Björn hefur staðgóða þekkingu á gjaldþrotarétti sem skiptastjóri og vegna fyrri starfa hjá Landsbankanum. Hann hefur einnig veitt einstaklingum ráðgjöf á sviði fjármála, fasteignamála og hjúskapar- og erfðamála.