HELSTU STARFSSVIÐ

Starfsmenn okkar leggja sig fram við að veita viðskiptavinum persónulega og góða þjónustu. Hjá Lögmönnum Sundagörðum starfa lögmenn með víðtæka reynslu af öllum almennum lögfræðistörfum.

Meðal viðfangsefna stofunnar eru erfðaréttur, félagaréttur, fasteignakauparéttur, forsjármál, innheimtur, leiguréttur, málflutningur, sakamál, samninga- og kröfuréttur, skattaréttur, sjávarútvegs- og hafréttarmálefni, skaðabótaréttur, kaupmálar, skilnaðarmál, skipti dánar- og þrotabúa, stjórnsýsluréttur, vátryggingaréttur, vinnuréttur og verktakaréttur.

Markmið okkar er að veita viðskiptavinum faglega og persónulega þjónustu á öllum sviðum lögfræðinnar, hvort sem um er að ræða einstaklinga, fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög eða fjármálafyrirtæki hér á landi sem og erlendis.

 

Álitsgerðir og umsagnir

Lögmenn Sundagörðum veita einstaklingum og fyrirtækjum lögfræðileg álit og umsagnir vegna lögfræðilegra mála.

 

Dánar og þrotabú

Lögmenn Sundagörðum hafa yfir að ráða sérfræðingum í málum er varða dánarbú og þrotabú. Lögmenn stofunnar hafa m.a. verið skipaðir skiptastjórar í stórum þrotabúum þar sem miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi.

 

Erfðaréttur

Lögmenn Sundagörðum veita einstaklingum ráðgjöf vegna erfðaskráa og skipti á dánarbúum, bæði þegar um einkaskipti og opinber skipti er að ræða. Lögmenn stofunnar hafa yfirgripsmikla reynslu af þessum málum.

 

Fasteigna-og gallamál

Miklu máli skiptir að vanda vel til verka í fasteignaviðskiptum þar sem oft eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi.

Lögmenn Sundagörðum hafa víðtæka sérþekkingu á málum er varða fasteignaviðskipti, svo sem vegna efnda kaupasamninga, gallamála, fjöleignarhúsamála, jarðamála, skipulags- og byggingarmála, uppgjörsmála, forkaupsréttarreglna og húsaleigumála.

Lögmenn stofunnar veita einstaklingum og fyrirtækjum alhliða ráðgjöf í málum er varða fasteignaviðskipti.

 

Félagaréttur

Lögmenn Sundagörðum hafa mikla reynslu af málum er varða hlutafélög, einkahlutafélög og önnur félagaform. Lögmenn stofunnar veita yfirgripsmikla þjónustu vegna þessa svo sem vegna:

 • Stofnunar og skráningar félaga.
 • Gerð samþykkta.
 • Ráðgjöf vegna samruna.
 • Rágjöf vegna yfirtöku á félögum.
 • Hækkunar og lækkunar hlutafjár.
 • Stjórnunar hluthafafunda.
 • Hagsmunagæslu gagnvart stjórnvöldum og fyrir dómstólum.

 

Hjúskapar-og sambúðarmál

Lögmenn Sundagörðum hafa mikla þekkingu í málum er varða hjúkapar og sambúðarmál. Lögmenn stofunnar veita einstaklingum víðtæka aðstoð vegna þessara mála, svo sem vegna skilnaðar, kaupamála, umgengnisréttar, meðlags o.fl.

 

Innheimtur

Lögmenn Sundagörðum veita einstaklingum og fyrirtækjum hvers kyns aðstoð vegna innheimtumála. Lögmenn stofunnar greina málið í upphafi og leggja upp með árangursríkt ferli með hámarksárangur innheimtu að leiðarljósi.

 

Málflutningur

Lögmenn Sundagörðum hafa mikla reynslu á málflutningi fyrir dómstólum. Lögmenn stofunnar hafa flutt stór mál fyrir dómstólum sem varða mikla hagsmuni.

Lögmenn stofunnar taka að sér málflutning í öllum málum bæði einkamálum sem og opinberum málum.

 

Sakamál

Lögmenn Sundagörðum hafa mikla reynslu af verjendastörfum og málsmeðferð hjá lögreglu og fyrir dómstólum. Lögmenn stofunnar hafa einnig víðtæka reynslu á gerð einkaréttarkrafna í opinberum málum sem og að gæta hagsmuna aðila sem réttargæslumenn brotaþola.

 

Samninga-og kröfuréttur

Lögmenn Sundagörðum búa yfir mikilli þekkingu á samningarétti og kröfurétti. Lögmenn stofunnar hafa komið að stórum samningum þar sem miklir hagsmunir eru í húfi. Lögmenn stofunnar hafa aðstoðað bæði innlenda sem og erlenda aðila vegna samningagerðar.

 

Skuldamál

Lögmenn Sundagörðum sérhæfa sig í skuldamálum einstaklinga og fyrirtækja og býr yfir víðtækri reynslu af hagsmunagæslu vegna skuldamála. Lögmenn stofunnar búa yfir mikilli reynslu vegna samskipta við lánastofnanir, umboðsmann skuldara og aðra opinbera aðila.

Í kjölfar bankahrunsins hafa fjöldi fyrirtækja lent í greiðsluerfiðleikum sem nauðsynlegt er að leysa úr. Lögmenn Sundagörðum hafa komið að mörgum slíkum málum þar sem þörf er á að endurskipuleggja rekstur félaga vegna skuldamála þeirra. Þar sem oft er um gríðarlega mikla hagsmuni að ræða er mikilvægt að leita til sérfræðinga þegar ljóst er að endurskipuleggja þarf rekstur félaga en að mörgu er að hyggja í þeim efnum.

 

Greiðsluaðlögun:

Einstaklingar í skuldavanda geta lagt fram umsókn um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Skilyrði fyrir því að hægt sé að leita eftir greiðsluaðlögun eru þau að einstaklingur sýni fram á að hann sé eða verði um fyrirsjáanlega framtíð ófær um að standa í skilum með fjárskuldbindingar sínar. Lögmenn stofunnar hafa mikla reynslu af málum er lúta að greiðsluaðlögun einstaklinga og veita alhliða þjónustu á þessu sviði til einstaklinga í skuldavanda.

 

Skattréttur

Lögmenn Sundagörðum búa yfir mikilli reynslu í skattamálum. Lögmenn stofunnar veita einstaklingum og fyrirtækjum jafnt innanlands sem og erlendis heildstæða skattaráðgjöf, vegna beinna og óbeinna skatta, alþjóðlegs skattaréttar og tvísköttunarsamninga.

Lögmenn stofunnar búa yfir sérhæfingu í málum á þessu sviði og hafa mikla reynslu á meðferð mála hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins og ágreiningsmálum hjá ríkisskattstjóra sem og málsvörnum í opinberum málum hjá dómstólum.

Lögmenn stofunnar hafa  t.a.m. veitt erlendum viðskiptavinum ráðgjöf á sviði skattamála vegna málefna er lúta að orkumálum og jarðvarmavirkjunum.

Þau verkefni sem Lögmenn Sundagörðum sinna m.a. eru eftirfarandi:

 • Aðstoð vegna meðferðar skattamála hjá ríkisskattstjóra.
 • Aðstoð við kærur skattamála til yfirskattanefndar.
 • Skattalegar áreiðanleikakannanir.
 • Aðstoð vegna virðisaukaskattsmála, svo sem vegna:
  • Frjálsrar og sérstakrar skráningar.
  • Rafrænnar þjónustu og sölu yfir landamæri.
  • Skráningar, afskráningar og samskráningar á virðisaukaskattsskrá.
  • Almennra virðisaukaskattsmála fyrirtækja.
 • Aðstoða vegna meðferðar tolla og vörugjalda.
 • Ráðgjöf vegna tekjuskatts, útsvars, fjármagnstekjuskatts og tryggingagjalds o.fl., svo sem vegna:
  • Tekjuskattshlutföll einstaklinga og lögaðila.
  • Gjaldfærðs rekstrarkostnaða í rekstri félaga.
  • Staðgreiðslu skatta
  • Vaxta, arðs, söluhagnaðar, leigutekna o.fl.
 •  Launþegasamband og verktakasamband.
 • Rágjöf vegna samninga í rekstri, svo sem við kaup á félögum, hlutafé, atvinnurekstrareignum  o.fl.
 • Alþjóðleg skattlagning.
 • Tvísköttunarsamningar.
 • Milliverðlagning.
 • Hagsmunagæsla vegna meðferðar mála hjá skattrannsóknarstjóra. ríkisins og sérstökum saksóknara.
 • Hagsmunagæsla við meðferð sektarmála hjá yfirskattanefnd.
 • Hagsmunagæsla vegna refsimála fyrir dómi.

 

Slysa og skaðabótaréttur – Vátryggingaréttur

Lögmenn Sundagörðum hafa yfir að ráða mikilli þekkingu á skaðabótamálum. Lögmenn stofunnar veita alla þjónustu í slysa- og skaðabótamálum og innheimtu vátryggingabóta. Lögmenn stofunnar aðstoða einstaklinga við að sækja rétt sinn vegna líkamstjóns af fagmennsku og festu með hámarksárangur að leiðarljósi.

Lögmenn Sundagörðum veita þjónustu vegna allra tegunda slysa-, skaðabóta- og vátryggingamála svo sem vegna:

 • Vinnuslysa.
 • Sjóslysa.
 • Umferðarslysa.
 • Vélhjóla- og snjósleðaslysa.
 • Sjúklingatryggingar- og læknamistakamála.
 • Líkamsárása og afbrota.
 • Frítímaslysa og slysa við heimilisstörf.
 • Innheimtu vátryggingabóta.

Lögmenn stofunnar þekkja vel til bótaréttar í hverju tilviki og hvernig samspil hinna ýmsu bótaúrræða virka, en oft er bótaréttur til staðar á fleiri en einum stað vegna sama atviks.

Vinnuslys:

 • Á ári hverju slasast fjöldi manns í vinnuslysum. Launþegar eru misvel tryggðir og því skiptir máli að vanda vel til verka frá upphafi. Lögmenn stofunnar leggja sig fram í hvívetna við að ná fram rétti tjónþola vegna þessara mála.

Sjóslys:

 • Bótaréttur vegna sjóslysa er mismunandi eftir því hvort viðkomandi sé við vinnu og lögskráður eða hvort um frítímaslys er að ræða.

Umferðarslys, vélhjóla- og snjósleðaslys:

 • Bótaréttur vegna umferðarslysa er ein víðtækasta tryggingavernd sem þekkist hér á landi. Lögmenn stofunnar sækjum rétt viðkomandi vegna slíkra mála og sjá til þess að viðkomandi verði ekki fyrir óþarfa útgjöldum.

Sjúklingatryggingar- og læknamistakamál:

 • Lögmenn stofunnar búa yfir mikilli sérhæfingu vegna þessa mála. Sjúklingar hafa víðtækan bótarétt vegna tjóna sem þeir verða fyrir í læknismeðferð. Um flókin og sérhæfð mál er að ræða þar sem mikilvægt er að leita til fagmanna við kröfugerð og uppgjör.

Frítímaslys og slys við heimilisstörf:

 • Gott er að leita til fagmanna við mat á umfangi tryggingaverndar vegna frítímaslysa og slysa við heimilisstörf. Oft er um tryggingu að ræða samkvæmt kjarasamningi sem er þá umfram einkavátryggingu. Bótaréttur getur því verið til staðar og er nauðsynlegt að kanna það hverju sinni.

 

Stjórnsýslu- og sveitarstjórnarréttur

Lögmenn Sundagörðum hafa víðtæka reynslu af samskiptum við stjórnvöld. Lögmenn stofunnar annast ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja vegna samskipta við stjórnvöld. Lögmenn stofunnar hafa einnig mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum.

 

Vinnuréttur

Lögmenn Sundagörðum hafa yfirgripsmikla þekkingu á sviði vinnuréttar og gætir hagsmuna launþega og vinnuveitenda í málum er varða vinnurétt. Lögmenn stofunnar hafa tekið að sér mörg mál er varða túlkun á ráðningarsamningum, kjarasamningum og lífeyrisréttindum.

 

Verktakaréttur

Við upphaf framkvæmda skiptir miklu máli að vanda vel til verka til að koma í veg fyrir ágreining sem upp getur komið síðar. Því er nauðsynlegt strax í upphafi framkvæmda að leita ráðgjafar hjá sérfræðingum.

Lögmenn Sundagörðum hafa mikla reynslu á málum er lúta að verktakarétti. Lögmenn stofunnar hafa komið að stórum ágreiningsmálum er lúta að verksamningum og túlkun þeirra. Lögmenn stofunnar taka að sér að veita yfirgripsmikla ráðgjöf til verkkaupa og verksala við gerð verksamninga.

 

logm